Ráðlagður mánaðarskammtur af gleðistraumum

Í vikunni kom út ný íslensk skáldsaga; Trúður-Borg óttans, eftir Sigurð Fannar Guðmundsson.

Þetta er önnur bók höfundar en síðastliðið haust kom út bókin Trúður-Metsölubók, sem nú er uppseld hjá útgefanda.

Bókin er grafalvarlega gamansaga, þar sem stutt er á milli skáldskaps og raunveruleika. Í bókinni lendir aðalpersónan í ýmsum ævintýrum, samhliða því sem hann rifjar upp og segir sögur af samferðafólki sínu. Margir þjóðþekktir eintaklingar koma við sögu í bókinni, sem hefur fengið mjög jákvæða umsagnir þeirra sem lesið hafa.

”Fyrsta bókin mín fékk frábærar viðtökur og því held ég áfram fullur bjartsýni,” svarar Sigurður Fannar aðspurður um hvort það sé ekki óðs mannsæði að gefa sjálfur út skáldsögu á þessum tíma árs.

”Mér finnast íslenskar skáldsögur einsleitar og þær skortir gjarnan góðan húmor, þessi bók ætti að innihald ráðlagðan mánaðarskammt af gleðistraumum,” segir Sigurður Fannar, rithöfundur um bók sína Borg óttans. Bókin er fáanleg í helstu bókabúðum.

Fyrri greinJónas og Ritvélarnar á Stokkseyri
Næsta greinVinnuhópurinn tekinn til starfa