Rætt um Ólaf Jóhann í dag

Í dag kl. 13 verður opnuð sýning á ritverkum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, rithöfundar frá Torfastöðum, á Borg í Grímsnesi.

Í morgun hófst málþing um Ólaf Jóhann á Torfastöðum í Grafningi þar sem lögð var áhersla á bernskuna og unglingsárin í verkum hans og tengsl hans við æskustöðvarnar.

Seinni hluti dagskrárinnar hefst á Borg í Grímsnesi kl. 13, þar sem opnuð verður sýning á ritverkum Ólafs Jóhanns á ýmsum tungumálum, myndum, munum o.fl. Kl. 13.30 verður fram haldið í félagsheimilinu dagskrá málþingsins í tali og tónum, með áherslu á ritverk Ólafs Jóhanns.

Fyrri greinFjölskylduleikur á Listasafninu
Næsta greinÁslaug Ýr valin sumarstúlkan