Q&A sýning á Kulda í Bíóhúsinu

Elín Hall í hlutverki sínu í myndinni.

Í kvöld klukkan 20:00 verður sérstök Q&A sýning á kvikmyndinni Kulda í Bíóhúsinu á Selfossi. Þá mæta Erlingur Thoroddsen, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar ásamt Elínu Hall og Mikael Kaaber, tveimur af aðalleikurum myndarinnar og sitja fyrir svörum áhorfenda.

„Myndin hefur gengið ótrúlega vel hérna á Selfossi og vakti það athygli framleiðenda og leikstjóra. Erlingur, leikstjóri og handritshöfundur, kom með þessa hugmynd og ætlar að taka Elínu og Mikael með sér. Þau eru framtíðarstjörnur í kvikmyndabransanum á Íslandi og tökum við að sjálfsögðu vel á móti þessu flotta listafólki,“ segir Marinó Geir Lilliendahl, hjá Bíóhúsinu, í samtali við sunnlenska.is.

„Erlingur ætlar að kynna myndina fyrir gestum í upphafi og svo taka þau við spurningum úr sal að sýningu lokinni. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í kvöld á þessa sýningu. Myndin er frábær og það verður gaman að heyra hvað þau hafa að segja um ferlið,“ segir Marinó að lokum.

Fyrri greinListamannaspjall á sunnudaginn
Næsta greinVallarsvæðið mun iða af lífi á laugardag