Prjónaperlur slá Arnaldi við

Bókin Fleiri prjónaperlur er vinsælasta bókin í Sunnlenska bókakaffinu og slær hún við Furðuströndum Arnaldar Indriðasonar.

Fleiri prjónaperlur er eftir þær Erlu S. Sigurðardóttur og Halldóru Skarphéðinsdóttur. Á eftir þeim kemur Arnaldur Indriðason með Furðustrandir og í 3. sæti er önnur glæpasaga, Morgunengill eftir Árna Þórarinsson.

Skáldsagan Hreinsun eftir Sofi Oksanen er í fjórða sæti metsölulista Sunnlenska bókakaffisins og Þóra biskups eftir Sigrúnu Pálsdóttur í 5. sæti.

Listinn er byggður á bóksölu dagana 10.-16. nóvember.