Pólskur söngur og dans á Selfossi

Ljósmynd/Aðsend

Pólska söng- og danssveitin Mazowsze er á ferð um Ísland þessa dagana og heldur tónleika í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi í kvöld, föstudaginn 20. desember kl. 19:00.

Frítt er á tónleikana en þeir eru styrktir af pólska sendiráðinu og Sveitarfélaginu Árborg.

Sveitin mun spila pólsk jólalög í blandi við nokkur íslensk sem sveitin hefur verið að æfa fyrir Íslandsferðina.

Allir velkomnir.

Fyrri greinAðalvinningurinn á miða númer 619
Næsta greinFasteignaskattur í Árborg tekur mið af lífskjarasamningnum