Pólskur menningardagur í Tryggaskála

Pólski menningardagurinn verður haldinn í dag í Tryggvaskála á Selfossi. Dagskráin hefst kl. 14 með tónlist og dansi. Kl. 18 verður kvikmyndasýning.

Dagskráin byrjar kl. 14 með tónlistaratriði, það verður dansað í þjóðbúningum, Pólverjar kynna heimaland sitt, verða með myndasýningar og ýmis fleiri atriði. Einnig verður gestum boðið að smakka pólskar veitingar. Pólski konsúllinn heiðrar samkomu með því að taka þátt í menningardeginum.

Kl. 18 verður pólska myndin „Katyn“ sýnd á stóru tjaldi í Tryggvaskála. Þetta er mynd frá árinu 2007 sem er leikstýrt af verðlaunaleikstjóranum Andrzej Wajda. Myndin segir frá fjöldamorðum á Pólverjum árið 1940 í seinni heimstyrjöldinni sem áttu sér stað í skóginum Katyn. Þar er talið að allt að 22.000 manns hafi verið myrtir. Myndin er 115. mínútur að lengd og vilja Pólverjar hvetja sem flesta, bæði Íslendinga og aðra til að sjá myndina.

Sunnlendingar eru hvattir til að taka þátt í deginum og kynnast pólskri menningu.