Pétur Thomsen sýnir í Gallerí Gangi

Pétur Thomsen, ljósmyndari og myndlistarmaður á Sólheimum í Grímsnesi, opnar sýninguna Náttúra í Upphæðum, í Gallerí Gangi í Reykjavík í dag milli 17 og 19.

Pétur hefur á síðustu árum vakið mikla athygli, bæði hér á Íslandi og erlendis, fyrir verk úr ljósmyndaröðum sínum Aðflutt Landslag (Imported Landscape) og Umhverfing. Báðar fjalla þær um manninn andspænis náttúrunni. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín og hefur sýnt þau víða um heim.

Boðið verður upp á léttar veitingar við opnunina í dag, vín, kex og með því. Listamaðurinn verður sjálfur á staðnum.

Sýningin stendur fram í miðjan apríl.

Opnunartímar eftir samkomulagi, fyrir utan opnunina sjálfa en Gallerí Gangur er á Rekagranda 8 í Reykjavík.

Fyrri greinTíu milljónir í viðhald húsnæðis
Næsta grein8-liða úrslit í kvöld