Pegasus á Íslandi

Listakonan Anne Herzog hefur opnað sýningu í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi.

Anne teiknar Pegasus, vængjaða hestinn, og ferðast með honum til Íslands, Frakklands og Palestínu. Pegasus er fær um að fljúga á töluverðum hraða og sveima um loftið eins og vindhviða. Með því að slá á jörðina með hófunum getur Pegasus látið vatnslindir spretta fram, eins og Hippocrene-lindina sem hann skapaði nálægt Helikonfjalli. Sem sonur sjávarguðsins Poseidons hefur hann náið samband við náttúruöflin og getur einnig umbreytt sér í stjörnumerki.

Anne er með meistaragráðu í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, meistaragráðu í kvikmyndafræði frá Université Panthéon-Sorbonne, meistaragráðu í hagfræði og stjórnun með sérhæfingu í menningastjórnun og meistaragráðu í myndlist. Eftir ferð til Jerúsalem árið 2012 fór Anne að vinna með biblíulegar myndir.

Anne vinnur á Suðurlandi, þar sem eru margir hestar og sækir hún innblástur í nærveru þeirra. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar í listasöfnum á Íslandi, Trínidad og Tóbagó og í New York.

Fyrri greinKynningarfundur Kríu á Selfossi
Næsta greinBjarni hættir með Selfossliðið