FRESTAÐ: Passía litlu stúlkunnar með eldspýtunnar í Selfosskirkju

Selfosskirkja. Ljósmynd/Magnús Jóhannsson

UPPFÆRT 11:30: Vegna hárra smittalna síðustu daga, höfum við ákveðið að fresta tónleikunum á The Little Match Girl Passion á Selfossi og á Akureyri í þessari viku þar til ástandið batnar aðeins.

—————-

Óperudagar verða með tónleika í Selfosskirkju í kvöld, mánudaginn 8. nóvember kl. 20:00, sem bera heitið Little Match Girl Passion, sem er tónverk eftir bandaríska tónskáldið David Lang.

David Lang er eitt mest flutta núlifandi tónskáld Bandaríkjanna en á tónleikunum verður verk hans, Little Match Girl Passion, á dagskrá sem og sálmar eftir Hildigunni Rúnardóttur.

Flytjendur eru Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran, Guja Sandholt, mezzó, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór og Oddur Arnþór Jónsson, baritón.

David Lang hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 fyrir verkið Little Match Girl Passion en efniviðinn sótti hann í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C.Andersen sem og Mattheusarpassíu J.S.Bach.

Fyrri greinSveiflur – en sigur að lokum
Næsta greinSöfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið í bleiku boði