Össur les úr Ári drekans

Á morgun, laugardaginn 7. desember kl. 10.30, kemur Össur Skarphéðinsson í sal Samfylkingarinnar á Eyrarvegi á Selfossi og les upp úr bók sinni „Ár drekans“.

Össur hefur vakið mikla athygli með bók sinni vegna opinskárra frásagna af atburðum og átökum innan þings og ríkisstjórnar árið 2012 en bókin birtir dagbækur hans sem utanríkisráðherra það ár.

Össur er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, ráðherra til margra ára, þingmaður í tvo áratugi og hefur frá mörgu að segja. Eftir lestur úr nokkrum köflum mun Össur sitja fyrir svörum fundargesta og svara spurningum um bókina og stjórnmálin.

Þá mætir Jónína Leósdóttir viku síðar í aðventukaffi Samfylkingarinnar í Árborg og les upp úr bók sinni Við Jóhanna.

Allir velkomnir á upplesturinn næstu tvo laugardaga.

Fyrri greinJólastund Tóna og Trix
Næsta greinSkotmaður slasaðist á Hafnarnesi