Óskalögin með orgeli og slagverki

Jón Bjarnason við orgelið í Skálholti. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jón Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju, er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið.

Það hefur sýnt sig í sumar á vel heppnuðum viðburðum í Skálholti sem Jón nefnir Óskalögin við orgelið. Þar hafa tónleikagestir fengið að biðja um óskalög og fólk hefur jafnvel átt það til að bresta í söng.

Á föstudagskvöld verður boðið upp á Óskalögin við orgelið ásamt slagverki en sérstakur gestur á tónleikunum er Steinn Daði Gíslason trommuleikari.

Tónleikagestir fá lista með rúmlega 100 lögum úr ýmsum áttum og fá að velja sitt uppáhalds lag á staðnum.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en þess má geta að hægt er að panta kvöldverð á veitingahúsinu Skálholti sem hefst klukkan 19:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Fyrri greinHlaup hafið í Skaftá
Næsta greinVatnshæðin stöðug við Sveinstind