Örn Árnason stýrir þjóðsögunum í Hveragerði

Leikhúsið í Hveragerði.

Síðastliðið vor réð Leikfélag Hveragerðis til starfa leikarann góðkunna Örn Árnason og mun hann leikstýra og skrifa handrit að næsta verkefni félagsins. Örn semur einnig lög og söngtexta fyrir verkið.

Að þessu sinni verður unnið með þjóðsögur Jóns Árnasonar en nú í ár eru  200 ár liðin frá fæðingu hans og vill leikfélagið minnast  þess með skemmtilegum hætti. Ef ekki væri fyrir eljusemi Jóns væru örugglega flest af þeim hundruðum sagna og ævintýra sem við Íslendingar þekkjum svo vel, týnd og tröllum gefin.

Hver man ekki eftir álfasögum? Bakkabræðrum? Sögunni af Gilitrutt sem og öðrum þjóðþekktum ævintýrum? Óhætt er að segja að hér sé um sannkallað barna- og fjölskylduleikrit að ræða.

Áætlað er að frumsýna leikritið, sem hefur ekki enn fengið nafn, um mánaðarmótin janúar/febrúar á næsta ári.

Fyrri greinHamarsmenn ískaldir í upphafi leiks
Næsta grein„Það er leikur í þessu ennþá“