Orkerað, fílerað og gimbað

Um helgina verður handavinnusýning í Bókasafninu í Hveragerði.

Anna Jórunn Stefánsdóttir mun sýna ýmiss konar handavinnu, m.a. rússneskt hekl, keðjuhekl, tvöfalt vettlingaprjón og kríluð bönd.

Sýningin er að öðrum þræði fræðslusýning, þar sem öll tæki og tól sem til þarf verða til sýnis svo og hálfunnir munir og sýnikennsla verður í boði.

Einnig verður eitthvað af pentuðum fræðslu- og fróðleiksmolum á boðstólum. Sýningin verður opin á opnunartíma bókasafnsins, og verður Anna Jórunn þar til viðtals föstudag kl. 13-19, laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 13-17.

Fyrri greinVaxtarsprotar verðlaunaðir
Næsta grein„Hef ekki rætt við minnihlutann“