Örfá sæti laus á aukatónleika

Frostrósir halda tvenna tónleika í Selfosskirkju í kvöld, kl. 18 og 21.

Tónleikaferð Frostrósa hófst með tónleikahaldi í Færeyjum í byrjun aðventu en nú eru Frostrósir á ferð um landið í viðameiri tónleikaferð en nokkru sinni fyrr. Í ár fagna tónleikarnir tíu ára afmæli en þetta er fimmta árið í röð sem farið er í ferð um landið.

Flytjendur í hringferð Frostrósa um landið eru Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Unglingakór Selfosskirkju og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa syngja og leika undir stjórn Karls Olgeirssonar.

Í kvöld verða haldnir tvennir tónleikar í Selfosskirkju. Uppselt er á tónleikana kl. 21:00 en örfá sæti eru laus á aukatónleikana sem verða kl. 18:00.