Opnun Menningarveislu Sólheima

Í dag kl. 13 verður Menningarveisla Sólheima formlega opnuð, en hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn.

Opnunin hefst við kaffihúsið Grænu könnuna og verður þaðan gengið milli sýningarstaða og endað í Sólheimakirkju á tónleikum Sólheimakórsins undir stjórn Lárusar Sigurðssonar.

Klukkan 15 mun svo Einar Logi Einarsson verða með fyrirlestur um hagnýtingu íslenska jurta í Sesseljuhúsi.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í allt sumar með tónleikum í Sólheimakirkju alla laugardaga. Fræðslufundir verða í Sesseljuhúsi þar sem m.a. verður fjallað um huldufólk, jurtir, heilsugarða, jurtalitun og sveppi. Listsýning með verkum unnum af íbúum Sólheima á handverksstæðum verður í Ingustofu. Ljósmyndasýningin “Svona erum við” verður í íþróttaleikhúsinu.

Guðsþjónustur eru í Sólheimakirkju í allt sumar auk þess sem hægt er að ganga um ljóðagarð, höggmyndagarð og trjásafn. Kaffihús, verslun og listhús opið alla daga vikunnar.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á Menningarveislu Sólheima og er ókeypis aðgangur.

Sjá nánar á solheimar.is