Opið hús hjá Leikfélagi Selfoss

Í tilfefni af Vori í Árborg verður Leikfélag Selfoss með opið hús laugardaginn 22. apríl kl. 11:00 – 16:00. Meðlimir leikfélagsins taka á móti gestum, sýna þeim húsið og andlitsmálning verður í boði fyrir krakkana.

Kaffi, djús og vöfflur verða í boði en auk þess verður hægt að fá stimpil í Gaman saman leiknum í tengslum við hátíðina. Myndir úr starfi félagsins munu rúlla en auk þess verður hægt að spyrja út í starf félagsins og kynnast leikfélaginu á einn og annan hátt.

Allir velkomnir, tilvalinn stoppistöð á bæjarröltinu.