Öllum stærri viðburðum aflýst

Blómstrandi dagar í Hveragerði. Mynd úr safni.

Ákveðið hefur verið að aflýsa öllum stærri listviðburðum sem fyrirhugaðir voru í tengslum við bæjarhátíðina Blómstrandi dagar í Hveragerði, helgina 13.-15. ágúst.

Í tilkynningu frá Hveragerðisbæ segir að þar verði áfram fylgst með ástandinu í þjóðfélaginu og brugðist við varðandi sýningar, opin gallerí og fleiri viðburði þegar nær dregur.

Fyrri grein132 í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinLausaganga hænsna í þéttbýli bönnuð