Öllum boðið á jólaball

Kvenfélag Stokkseyrar heldur sitt árlega jólaball í íþróttahúsinu á Stokkseyri kl. 16 í dag.

Ásrún Ásgeirsdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við sunnlenska.is að áralöng hefð væri fyrir jólaballinu en nokkur ár eru síðan félagið fór að bjóða frítt á ballið og kaffiveitingar í boði félagsins.

Mjög vel hefur verið mætt á þetta ball síðustu ár og mega gestir eiga von á því að kátir jólasveinar verði á ferðinni til þess að gleðja yngstu kynslóðina.