„Öll gítarsóló spiluð á fiðlu“

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar í Hveragerði hófust í gær, en boðið verður upp á frábæra tónlistarveislu og fjör alla helgina.

Í kvöld munu Unnur Birna Bassadóttir, Pétur Örn Guðmundsson og Sigurgeir Skafti Flosason stíga á stokk á Rósakaffi við Breiðumörk 3 og föstudagsleika ýmis lög af fingrum fram.

Í samtali við sunnlenska.is lofaði Pétur Örn góðri stemmningu og fjölbreyttu prógrammi.

„Við verðum með kósí arineldsrólegheitastemmningu í bland við brjálað stuð. Þenjum raddbönd og hljóðfærin og öll gítarsóló verða spiluð á fiðlu,“ segir Pétur.

Þetta verður sannkölluð föstudagsgleðisprengja, frítt inn og rjúkandi tilboð á barnum.

Fyrri grein„Við elskum Pepsí“
Næsta greinHamar missti af úrslitakeppninni