Öldungaráðinu boðið í hafragraut í barnaskólann

Öldungaráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom saman til sérstak hátíðarfundar í Shell-Skálanum á Stokkseyri á annan í páskum.

Nýr félagi var innlimaður í Öldungaráðið en það er Kári Böðvarsson frá Garði á Stokkseyri sem býr nú í Þorlákshöfn.

Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sat fundinn en Öldungaráðið hefur átt fulltrúa í skólaráði sem fulltrúi grenndarsamfélagsins. Magnús hlustaði með miklum áhuga þegar öldungarnir sögðu sögur frá því þeir voru púkar á Stokkseyri og mögnuðum prakkarastrikum þeirra.

Í framhaldinu bauð skólastjórinn Öldungaráðinu til morgunheimsóknar í hafragraut sem fram er borinn fyrir skólabörnin kl. 9 á hverjum morgni. Öldungaráðið þáði strax þetta góða boð og er undirbúningur hafinn fyrir heimsóknina.

Fyrri greinFengu styrk úr Listskreytingar-sjóði
Næsta greinSuðurtak bauð langlægst í hringtorg