Októberfest á Gónhól í kvöld

Í tilefni af menningarmánuði Árborgar er blásið til októberfestivals á Gónhól á Eyrarbakka í kvöld kl. 20:30.

Boðið verður upp á alvöru þýska stemmningu og hljómsveitin Glundroði sér um að skemmta gestum með fjölbreyttri tónlist.

Keppt verður í ýmsum októberfestivals greinum sem munu án efa vekja keppnisskapið í gestum.

Frítt er inn á kvöldið og eru gestir hvattir til að mæta og eiga notalega kvöldstund saman.

Nánari upplýsingar um kvöldið er að finna á www.gonholl.is.