Ógnir internetsins ræddar

Í kvöld kl. 20 standa foreldrafélögin í Árborg fyrir fyrirlestri í Sunnulækjarskóla um ógnanir og tækifæri internetsins hjá börnum og unglingum.

Í fyrirlestrinum verður meðal annars farið yfir blogg, msn, facebook, chatroulette, formspring, hvaða tölvuleiki er óhætt að leyfa börnum að spila, netvarnir og margt fleira.

Að auki er farið yfir hvað sé í lagi að setja á netið og hvað ekki auk ótal dæmisagna úr íslenskum og erlendum veruleika.

Fyrirlesari er Hafþór Birgisson, frá SAFT en hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um þessi mál frá árinu 2004.