Óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð

Ljósmynd/Aðsend

Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn gáfu út nýtt lag í gærkvöldi, Heima Heimaey. Eins og nafnið gefur til kynna er lagið óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð en hljómsveitin tók gamla partýslagarann Heya Heya með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform.

„Mig hefur í nokkurn tíma langað að gera þessa útgáfu, en hugmyndinni laust niður í hausinn á mér þegar ég lá í heitum potti í sumarbústað og heyrði Heya Heya með The Blaze spilað í Hamingjustund þjóðarinnar á Bylgjunni. Það var eiginlega ómögulegt að sleppa þessu, svissa bara Heya Heya Hey yfir í Heima Heimaey og málið dautt!“ segir Örlygur Smári, einn meðlima Hr. Eydís og bætir við „…þó við verðum ekki á Þjóðhátíð í sumar létum við það ekki stoppa okkur, en við ætlum að trylla Hjarta Hafnarfjarðar og Akureyri um versló.“

Smelltu á play hér fyrir nðean og komdu þér í Vestmannaeyjagírinn!

Fyrri greinSigrún ráðin skólastjóri Kerhólsskóla
Næsta greinSmáskjálftahrina í Eyjafjallajökli