“Oceanus Reflections” í Kirsuberjatrénu

Ásta Vilhelmína er ein listamannanna þriggja sem sýna í Kirsuberjatrénu.

Í dag milli klukkan 17-19 opnar sýningin Oceanus Reflections í sýningarsal Kirsuberjatrésins, við Vesturgötu 4 í Reykjavík.

Þrír af þeim fjölmörgu listamönnum sem tóku þátt í alþjóðlegu listahátíðinni Oceanus Hafsjór, Dálítill sjór og Hafrót á Eyrarbakka, rýna í það sem þar átti sér stað. Listamennirnir eru Kristine Schnappenburg, Manou Soobhany og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir.

Oceanus Reflections er hluti af alþjóðlegu listahátíðinni Oceanus/Hafsjór sem hefur farið fram á Eyrarbakka frá árinu 2022. Hátíðin í ár er haldin í júní og júlí og heitir Báruvottur.

Sýningin í Kirsuberjatrénu stendur frá 30. júní til 9. júlí. Opið er frá 10-18 mánudaga til föstudaga og 10-17 laugardaga til sunnudaga.

Fyrri greinSelfoss sigraði á aldursflokkamótinu
Næsta greinSkjálfti í Mýrdalsjökli