„Ó, veður“ Hrafnhildar Ingu í Gallerí Fold

Ó, veður. Stórviðrið bylur og þylur. Norðansvarri, skaðræðisstormur, himinsorti; ólgandi stormkvika. Kólguköst. Hættuveður.

Ó, veður, einkasýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur, opnar í Gallerí Fold þann 30. október kl. 14:00.

Sjónarmiðja Hrafnhildar Ingu er íslenskt veður, oftast í sínum fegursta og hættulegasta ham þegar kulvindar geisa og nepjan blæs. Haf, himinn, land. En stundum heldur grandvör nálægð við landið um pensilfax gæðingsins. Það gengur til skaplegri tíðar, glittir í perluslæðuna, hafið verður blikandi bjart og bárulaust.

Sýning Hrafnhildar Ingu ber heitið Ó, veður. Þar fer listamálarinn um nýjar og gamlar slóðir í verkum sínum; sem eins og veðrið, koma sífellt á óvart.

Þetta er fimmta einkasýning hennar í Gallerí Fold en Hrafnhildur Inga hefur haldið fjölda annarra einkasýninga og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.

Fyrri greinHvalreki í Skötubótinni vekur athygli
Næsta greinFrestað hjá ungmennaliðinu vegna COVID-19