Sunnlenska hljómsveitin Moskvít sendi frá sér nýtt lag á dögunum, sannkallaðan pönk-eyrnaorm sem nefnist Þú átt eitthvað bágt.
„Lagið fjallar um sannleikann, þeir sem skilja það ekki eiga eitthvað bágt. Beturvitarnir virðast halda að þeir viti hvað er sannleikur og hvað er lygi. Ef þú treystir ekki beturvitum þá ertu bara bjáni,“ segja þeir Moskvítliðar í tilkynningu. „Þú er meistarinn yfir eigin lífi og þess vegna ætlar þú að hlusta á þetta lag oft og mörgum sinnum og fylgja okkur í Moskvit.“
Lagið var tekið upp og mixað hjá Kjartani í Dynur Stúdíó í Hveragerði og masterað hjá Sigurdóri í Skonrokk.
Þú átt eitthvað bágt má finna á öllum helstu streymisveitum, á tónleikum hljómsveitarinnar – og hér fyrir neðan.
