Nýr vefur Listvinafélagsins opnaður

Listvinafélag Hveragerðis býður til dagskrár í Listasafni Ánesinga í dag kl. 13 til 14.

Guðrún A. Tryggvdóttir formaður kynnir félagið og sýninguna Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin.

Svanur Jóhannesson og Heiðdís Gunnarsdóttir opna nýjan vef félagsins og Páll Svansson vefhönnuður kynnir vefinn og tímalínu með upplýsingum um listamenn í Hveragerði fyrr og nú.

Þá mun Anna Margrét Stefánsdóttir lesa úr bók sinni Engillinn minn og Magnús Þór Sigmundsson mun flytja nokkur af lögum sínum.

Í Listasafninu er nú uppi sýningin Tómið, horfin verk Kristins Péturssonar. Kristinn var einn listamannanna sem byggðu Hveragerði á frumbýslisárunum.