Nýr Goðasteinn kominn út

Út er kominn 47. árgangur af Goðasteini, héraðsriti Rangæinga 2011.

Meðal efnis í ritinu er listamaður Goðasteins 2011, fjöldi fræðigreina, skemmtiefni, minningarorð um látna Rangæinga, annálar sveitarfélaga og margt fleira.

Ritið var á sínum tíma stofnað af Þórði Tómassyni í Skógum og Jóni R. Hjálmarssyni, þá skólastjóra í Skógum, en síðar tók Héraðs/sýslunefnd Rangæinga við útgáfunni.

Ábyrgðarmaður og formaður ritnefndar er Jón Þórðarson og í ritnefnd sitja meðal annara Sigrún Þórarinsdóttir og Pálína Jónsdóttir.

Goðasteinn er til sölu hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi, Sveitamarkaðinum á Hvolsvelli, Landvegamótum og Fannberg ehf á Hellu.