Nýr Goðasteinn kominn út

51. árgangur Goðasteins, héraðsrits Rangæinga, er kominn út og efni hans að vanda athyglivert um margt – greinar fræðimanna og áhugafólks um fjölbreytileg efni.

Til dæmis greinar Þórðar Tómassonar í Skógum, fræði Pálmars Guðjónssonar frá Syðri-Rauðalæk um margt er lýtur að Holtahreppi, eins og áður var, allt frá vatnsöflun til bílnúmera og símhringinga.

Í Goðasteini er umfjöllun Ingibjargar Ólafsdóttur sagnfræðings um Keldur, gamla bæinn þar og uppgræðslu á Rangárvöllun en grein hennar tengist nýlega stofnuðu vinafélagi Keldna. Fróðleg grein Margrétar Ísleifsdóttur á Hvolsvelli tengist vinafélagi Múlakots.

Listamenn ársins eru hin dverghögu hjón Sæbjörg og Guðlaugur á Voðmúlastöðum í Landeyjum. Þau fjalla um búskap og listsköpun og fallegar ljósmyndir birtast af úrvali verka þeirra.

Að vanda eru í Goðasteini ljósmyndir og minningargreinar um Rangæinga.

Fyrri greinÞjónustumiðstöð rísi við Suðurlandsveg
Næsta greinMargrét og Rikharð Atli fimleikamenn ársins