Nýjasti kórinn syngur í kvöld

Nú er komið að því! Nýjasti kórinn á Selfossi á vegum Tónsmiðjunar heldur sína fyrstu tónleika í kvöld. Þema kvöldins er; veturinn og myrkrið.

Tónleikarnir fara fram í kvöld, föstudagskvöld, í gryfjunni í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefjast kl. 20.00.

Trúbadorinn Dana Ýr Antonsdóttir mun einnig mæta og flytja nokkur af sínum eigin lögum.

Aðgangur er ókeypis. Ekki láta þetta framhjá þér fara.