Nýir félagar velkomnir

Aðalfundur Leikfélags Selfoss verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 11. maí kl. 20:00 í leikhúsinu við Sigtún.

Fundurinn verður með hefðbundnu sniði, venjuleg aðalfundarstörf í léttri og heimilislegri stemmningu. Inntaka nýrra félaga fer fram á aðalfundi og einnig kosning í stjórn. Áhugasömum er bent á að vera óhræddir við að bjóða sig fram, stjórnarstarfið er þroskandi, krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt eins og flest áhugastarf.

Þeim sem vilja bætast í hóp nýrra félaga er bent á að félagið tekur þeim opnum örmum og það eru engar skyldur á bakvið aðild, engar kröfur og engin skylda að hafa staðið á sviði, þónokkrir félagar vinna einungis bakvið tjöldin og eru ekki síður mikilvægir.

Allir eru velkomnir á aðalfund. Heitt á könnunni.