Ný sýning í Listagjánni

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir sýnir ljósmyndir í Listagjá Bókasafns Árborgar í febrúar. Hún er búsett í Grindavík en fædd á Skagaströnd.

Hún er að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum núna í febrúar.

Serían heitir Samruni, en í henni varpar hún fram á myndrænan hátt áföllum lífsins, úrlausn og þroska manneskjunnar.

Hún persónugerir móður jörð og líkir rusli við áföll. Myndirnar sýna ákveðin stað í ferlinu, þessu ferli lýsir hún með átta orðum sem öll byrja á S: sorp/sorg/sviði/seigla/samruni/sátt/sæla/sigur.

Vigdís hefur sýnt verk sín víða síðastliðin 2 ár.

Fyrri greinSegir Seljavallalaug þarfnast viðhalds
Næsta greinGamlinginn á leið í Selfossbíó