Ný músík og ný ljóð í Bókakaffinu

Laugardaginn 29. apríl kl. 14:30 verður menningardagskrá í Bókakaffinu á Selfossi. Norski kvartettinn Tøyen Fil og Klafferi flytur samtímatónlist frá Noregi og Íslandi.

Þá mun Halldóra Thoroddsen lesa úr nýrri ljóðabók sinni Orðsendingar.

Halldóra fékk í síðustu viku bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir bók sína Tvöfalt gler.

Tónlistardagskráin stendur í rúman hálftíma og milli verka les Halldóra úr bók sinni.

Kaffi í boði hússins, allir velkomnir.