Ný músík í Bókakaffinu

Duo Harpverk verður með tónleika í Bókakaffinu á Selfossi í kvöld, fimmtudaginn 2. júlí, kl. 20:30.

Dúóið er skipað þeim Katie Buckley, hörpuleikara og Frank Aarnink, slagverksleikara og hefur dúóið getið sér einkar gott orð fyrir flutning á nýrri tónlist.

Á tónleikunum verða frumflutt verk eftir Ruud Wiener, Áka Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Jeffrey Mumford. Auk þessara verka verður leikið verkið Á himini og jörðu (2011) sem er svíta úr ballettinum Englajólum eftir Elínu Gunnlaugsdóttur.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinSleðaflokkurinn kallaður út í júlí
Næsta greinPullarinn og purusteikar-samlokan