Nordic Affect í Skálholtskirkju

Nordic Affect verður með tónleika í Skálholtskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 20:00, laugardaginn 1. ágúst kl. 15:00 og 17:00, og sunnudaginn 2. ágúst kl. 15:00.

Efnisskrár Nordic Affect á Sumartónleikum í Skálholti tengjast aðkomu kvenna að tónlist og bera yfirskriftina HÚN/SHE! Er verkefnavalið afrakstur leiðangurs listræns stjórnanda hópsins, Höllu Steinunnar Stefánsdóttur í Þjóðarbókasafn Frakklands í París síðastliðinn vetur.

Á tónleikunum ‘Louise, Denise og kompaní’ verður ljósinu beint að nokkrum af fremstu nótnariturum Frakklands á fyrri hluta 18. aldar. Á efnisskrá eru því verk sem voru haganlega útbúin m.a. af Madame Leclair, Mademoiselle Noel og Mademoiselle Bertin.

Á tónleikunum ‘Madame Boivin’ verða flutt verk sem einn stærsti nótnaútgefandi í Frakklandi um miðbik 18. aldar sendi frá sér. Efnisskráin er fjölbreytt því marga fjársjóði var að finna í hillum frú Boivin í París og spannar verkefnaval því allt frá frönskum óperuaríum til hljóðfæraverka. Sérstakur gestur með Nordic Affect á þessum tónleikum er Eyjólfur Eyjólfsson tenór.

Fyrri greinSnípufluga breiðir úr sér á Suðurlandi
Næsta greinHaukur og Richard kallaðir úr láni