Það verður boðið upp á glæsilega hátíðardagskrá á Eyrarbakka á þjóðhátíðardaginn. 17. júní hátíðarhöldin á Bakkanum eru í höndum Kvenfélags Eyrarbakka.
Hátíðin verður haldin í félagsheimilinu Stað og hefst klukkan 14:00. Að loknu ávarpi fjallkonunnar og hátíðarræðu verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem Einar Mikael töframaður er kynnir. Íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta á svæðið og leikskólabörn úr Strandheimum munu gleðja með söng. Sirkus Íslands verður með andlitsmálun og skemmtiatriði og ungmennafélagið afhendir viðurkenningar fyrir Hópshlaupið.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffveitingar, kökur og drykki fyrir börn og fullorðna.