Náttúran og þjóðlífshættir á sýningu

Í síðustu viku opnaði ljósmyndaklúbburinn 860+ útiljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar.

Þetta er önnur sýning hópsins en þau voru einnig með sýningu þar í fyrra sem fékk töluverða athygli og mikið lof gesta, fyrir myndefnin og ekki síst uppsetninguna og umgjörðina.

Ljósmyndaklúbburinn 860+ var stofnaður í september 2008 þegar nokkrir áhugaljósmyndarar af svæðinu tóku sig saman til að efla þekkingu sína á ljósmyndun. Nú eru 30 manns skráðir í klúbbinn. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa eða hafa búið í Rangárþingi eystra.

Átján ljósmyndarar taka þátt í sýningunni að þessu sinni en sýningin er styrkt af Rangárþingi eystra og Menningarráði Suðurlands.

Fyrri greinDagmæður vantar á Hvolsvelli
Næsta greinFerðafélagið kaupir Húsadal