Myndlistarsýning á Jötunheimum

Börnin á leikskólanum Jötunheimum á Selfossi sýna nú verk sín á myndlistarsýningu í leikskólanum við Norðurhóla.

Á sýningunni eru fjölmörg og fjölbreytt verk unnin með ýmsum aðferðum.

Sýningin er opin á opnunartíma leikskólans og stendur til 25. maí.

Allir eru velkomnir og vonast börn og starfsfólk Jötunheima til að sjá sem flesta á sýningunni.