Myndlistarnemar sýna í Listagjánni

Ljósmynd/Aðsend

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Nú er það nemendur í framhaldsáfanganum Myndlist sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum, sem unnin voru á síðustu vorönn.

Sýningin verður opnuð í Listagjánni á Bókasafni Árborgar föstudaginn 15. September og stendur yfir til 10. október. Gestum gefst tækifæri á að upplifa fjölbreytt listaverk, bæði að útliti og innihaldi. Í áfanganum Myndlist er unnið með fyrirmyndir eins og uppstillingar, landslag, fólk og fantasíur. Þetta er unnið í fjölbreyttum stílum með tengingu við listasöguna.

Nú sem endranær er margt á seiði á listalínu FSu og áhugi nemenda mikill. FSu státar af fjölbreyttum áföngum á sviði sköpunar. Þar má nefna stafræna smiðju eða svokallað Fablab, ljósvakamiðlun, leiklist, textíl hönnun, grafíska hönnun, grafíska miðlun ásamt myndlistinni. Áfangarnir eru opnir öllum nemendum skólans, óháð námsbrautum og alltaf er gefandi og gaman að fá eldra fólk með áhuga á skapandi greinum inn í hinn hefðbundna nemendahóp.

Hægt er að skoða verk nemenda og fræðast frekar um námið á FSu myndlist, nýsköpun og miðlun.

Fyrri greinRampur númer 825 opnaður með viðhöfn
Næsta greinSagaði í handlegginn á sér