Myndlist í barnadeild bókasafnsins

Listasafn Árnesinga og Bókasafn Árborgar á Selfossi hafa tekið höndum saman um að kynna íslenska list fyrir börnunum sem koma á safnið.

Málverk frá Listasafninu, tvö í senn, verða sett upp í barnadeildinni með útskýringar fyrir yngstu kynslóðina. Markmiðið er að kynna íslenska list fyrir börnin og dýpka vitund þeirra og skilning á list.

Þessa dagana eru það verk eftir Jón Engilberts og Jóhann Briem sem prýða veggina.

Fyrri greinGóður sigur Hamars að Hlíðarenda
Næsta greinTýndur við Fimmvörðuháls