Myndbandið við 10 Years frumsýnt

Myndbandið við Eurovisionlag Daða og Gagnamagnsins, 10 Years, verður frumsýnt kl. 11:00 í dag. Það er óhætt að segja að spennustigið sé ansi hátt hjá Eurovision-unnendum, sem og fylgjendum Daða og Gagnamagnsins.

„Þetta er langstærsta vídeó sem ég hef gert og ég er þvílíkt spenntur að frumsýna það,“ segir Daði. „Ég held að ég hafi aldrei verið eins spenntur fyrir nokkurri frumsýningu.“

Fyrri greinFrískir Flóamenn og Björgunarfélag Árborgar áfram með í Laugavegshlaupinu
Næsta greinSjö í einangrun á Suðurlandi