Myndbandið frumsýnt: Súkkulaðikaka fyrir Herbert

Herbert Guðmundsson og Hr. Eydís í hljóðstofu hljómsveitarinnar á Selfossi. Ljósmynd/Aðsend

Það er komið að frumsýningu á myndbandinu við lagið Þú veist það nú með Hr. Eydís og hinum stórkostlega Herberti Guðmundssyni sem Hr. Eydís sendi frá sér fyrr í vikunni.

Myndbandið var einfaldlega tekið upp í upptökuaðstöðu hljómsveitarinnar, tvær, þrjár tökur, Hebbi skipti nokkrum sinnum um jakka og gleraugu og svo var fagnað í sönnum rokkstjörnustæl… með kaffi og súkkulaðiköku.

„Það skal tekið fram að Herbert fékk sér aðeins eina sneið af kökunni, menn eru að passa sig,“ segir í tilkynningu frá Hr. Eydís.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinSnjalltæki eru ofmetin
Næsta grein„Þetta snýst bara um okkur“