Mótun lands við Markarfljót

Kirkjan að Hlíðarenda í Fljótshlíð og vegurinn inn með hlíðinni í áttina að Markarfljóti, til hægri sjást hlíðar Eyjafjallajökuls.

Laugardaginn 13. ágúst kl. 15 verður gleðistund að Kvoslæk í Fljótshlíð.

Þá ætlar Jóhann Ísak Pétursson, jarðfræðingur, leiðsögumaður og kennari við Leiðsöguskóla Íslands, að lýsa í máli og myndum stórbrotnum kröftum sem mynduðu og mótuðu landslagið við Markarfljót og í Þórsmörk.

Kaffiveitingar verða að loknum fyrirlestrinum og er aðgangur ókeypis.

Fyrri greinHamingjan allsráðandi í Þorlákshöfn
Næsta greinRegnbogafánar skornir niður á Hellu