Mögnuð handverkssýning í Goðalandi

Handverkssýningin í Goðalandi. Ljósmynd/hvolsvollur.is

Sýningin Margt verður til í kvenna höndum var opnuð síðastliðinn laugardag í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð.

Sýningin er sett upp af Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi og hafa konur úr félaginu lagt mikla vinnu í að koma sýningunni upp. Þar má finna handverk sem allt hefur verið unnið með nál, sem og verkfæri sem notuð hafa verið til sauma.

Sýningin verður opin frá kl. 12-18, laugardaga og sunnudaga til 9. október. Einnig verður hægt að taka á móti hópum á virkum dögum.

Fjölmenni var við opnunina, fluttar ræður og tónlistaratriði auk þess sem stór hópur fólks var klætt þjóðbúningum í tilefni af opnuninni.

Kvenfélagskonurnar úr Einingu sem standa að sýningunni. Ljósmynd/hvolsvollur.is
Fyrri greinHamarsmenn meistarar meistaranna
Næsta greinAuga Solanders fylgist með breytingum á Breiðamerkursandi