Mögnuð dagskrá í Bókakaffinu

Það verður þétt og mögnuð bókmenntadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld kl. 20:30 þegar Sindri, Valur, Heiðrún og Halla Margrét mæta til leiks.

Sindri Freysson kynnir sögu sína Blindhríð, magnaðan sálfræðitrylli. Heiðrún Ólafsdóttir kynnir ljóðabók sína Af hjaranum sem er önnur bók höfundar. Valur Gunnarsson rithöfundur les úr bók sinni Síðasti elskhuginn. Halla Margrét Jóhannesdóttir leikari kynnir ljóðabók sína 48 sem er fyrsta bók höfundar.

Húsið verður opnað klukkan 20 og lestur hefst um klukkan 20:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinSunnlenskir keppendur stóðu sig frábærlega
Næsta greinTöltfræðsla á Flúðum í kvöld