Mjúkar ástir og harðar í Skálholti

Á Sumartónleikum í Skálholtskirkju í kvöld verða barrokk tónleikar með tríóinu Süßer Trost.

Tónleikarnir fara fram í í Oddsstofu í Skálholtsbúðum. Tríóið skipa Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, söngur, gamba, gítar o.fl., Mathurin Matharel, bassafiðla og tambúrína og Brice Sailly, semball og bassatromma.

Yfirskrift tónleikanna er Hold og blóð: Mjúkar ástir og harðar. Verkin á efnisskránni eru eftir B. de Selma y Salaverde, D. Ortiz, G. Frescobaldi og G. Picchi.

Fyrri greinÞjóðgarðurinn fái hótelbætur
Næsta greinFrábær veiði í Tungufljóti