Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 3. júlí klukkan 20:00 verður minningarhátíð um Steingrínm Hermannsson, formann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, við Gestastofuna á Hakinu á Þingvöllum.
Hátíðin verður haldin á Valhallarreitnum og það er Guðni Ágústsson sem stýrir samkomunni.
Guðmundur Steingrímsson minnist föður síns og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, minnist formannsins og forsætisráðherrans. Þá er ekki öll sagan sögð því Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur hermir eftir og fer með gamanmál og Karlakórinn Fóstbræður syngur.
„Þetta verður þjóðhátíð og allir eru velkomnir,“ segir Guðni.