Minningar úr tívolíinu lifna við með Látúnsbarkanum

Hr. Eydís breiddi út nýja ábreiðu á YouTube-rás sinni síðastliðinn föstudag. Það er lagið Slá í gegn, sem var tekið upp í lifandi flutningi á tónleikum sveitarinnar í Háskólabíói í vor.

Hljómsveitin fékk engan annan en stórsöngvarann Bjarna Ara til að syngja lagið, en hann hefur mjög sterka tengingu við það. Bjarni flutti nefnilega þetta lag þegar hann sigraði í látúnsbarkakeppni Stuðmanna í tívolíinu í Hveragerði sumarið 1987, aðeins 16 ára gamall. Það ætlaði hreinlega allt um koll að keyra í Háskólabíói í vor þegar Bjarni kom á svið og söng það fyrir troðfullum sal.

Lagið þekkja auðvitað allir enda úr hinni ódauðlegu snilldarkvikmynd Með allt á hreinu sem bókstaflega öll þjóðin hefur séð.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef séð Með allt á hreinu, mögulega hundrað sinnum… ef ekki oftar. Ég man líka hvað allir urðu himinlifandi þegar myndin var loksins sýnd á RÚV og maður gat tekið hana upp á vídeó og horft á hana aftur og aftur… og ég horfði sko á hana aftur og aftur, sá hana meira að segja aftur núna í sumar. Myndin er æðisleg og lögin öll eru svooooo góð,“ segir Örlygur Smári, gítarleikari og söngvari með Hr. Eydís.

Hr. Eydís stendur fyrir stórum viðburðum á næstunni:
ALVÖRU ´80s JÓLAPARTÝ á Græna hattinum – 22. nóvember
ALVÖRU ´80s JÓLAPARTÝ á Sviðinu, Selfossi – 6. desember

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinTvennt flutt með þyrlu á sjúkrahús
Næsta greinSkjálftahrina í Mýrdalsjökli