Minnast forfeðranna á Eyrarbakka

Húsið á Eyrarbakka.

Þessa dagana er fimmtíu manna hópur fá Norður–Ameríku í heimsókn á Íslandi. Allt eru þetta afkomendur fólks sem flutti frá landinu á árunum 1854-1914.

Sjálfseignarstofnunin Icelandic Roots, sem eru samtök sjálfboðaliða sem vinna að því að varðveita íslenska arfinn með margvíslegri fræðslu, stendur að ferðinni í ár.

Á ferðinni um landið verða minningarathafnir á Eyrarbakka, í Stykkishólmi og á Húsavík, þar sem settir verða upp minningaskildir um fólkið sem fór.

Athöfnin á Eyrarbakka verður í Byggðasafni Árnesinga föstudaginn 29. ágúst kl. 14:00. Hún er öllum opin og vonast félagar í Icelandic Roots til þess að sem flestir geti komið og fagnað með þeim þegar þau minnast forfeðranna.

Í heimsókn Vestur-Íslendinganna til Íslands árið 2023 voru settir upp samskonarn minningarskildir á Seyðisfirði, Vopnafirði, Sauðárkróki og Borðeyri.

Fyrri greinPíanógoðsögn á Risinu
Næsta greinBíll festist í Markarfljóti