Mið-Ísland skemmtir í Þorlákshöfn

Strákarnir í Mið-Íslandi mæta til Þorlákshafnar miðvikudagskvöldið 6. maí næstkomandi með uppistandssýninguna Lengi lifi Mið-Ísland.

Sýningin fékk frábærar viðtökur í Reykjavík og hefur hún nú verið sýnd 60 sinnum í Þjóðleikhúskjallaranum frá áramótum. Gestir eru orðnir yfir 10 þúsund talsins.

Mið-Ísland skipa þeir Ari Eldjárn, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð. Sýningin verður í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn.

Forsala miða verður á bókasafninu í Þorlákshöfn og kostar 3.500 krónur.

Fyrri greinSamkaup styrkti FOMEL
Næsta greinMetþátttaka í utanvegahlaupi